Skonsur frá Miðjarðarhafi - Uppskrift og aðferð

Uppskrift

  • 3 dl hveiti
  • 1 dl heilhveiti
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk óreganó
  • ½ tsk timían
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 dl rifinn ostur
  • 2 dl hrein jógúrt/hrein soja- eða hafrajógúrt
  • 1 msl matarolía


Aðferð:

  • Hitið ofninn í 250°C og blástur.
  • Setjið allt hráefnið saman í eina skál

    

    

   

  • Blandið öllu hráefninu saman og hrærið þar til deigið er jafnt.
  • Setjið deigið á borð með smá hveiti þar undir og hnoðið það aðeins.

   

  • Skiptið deiginu í tvo hluta með hníf.
  • Fletjið hvorn hluta fyrir sig út með kefli eða höndum í kringlóttar skonsur þar til þær eru 1 cm á þykkt.

    
  • Pikkið í þær með gaffli og skiptið þeim varlega með hníf í fjóra hluta en gætið þess að skera ekki í gegn.

Bakið skonsurnar í ofni í 10-12 mín.


Skonsurnar eru tilvaldar með heitum mat, pottréttum, grænmetisréttum, súpum og þess háttar. Einnig er hægt er að bæta bara við smá smjöri og hvítlaukskryddi og þá er komið hvítlauks-skonsur.

Við borðuðum okkar skonsur með smjöri og soðnu eggi við hlið heimalagaðri tómatsúpu og var það alveg frábær mettandi hádegismatur í takt við þessa köldu blautu árstíð sem er hafin.

Skonsurnar eru afskaplega góðar á bragðið. Þær hafa mjúka áferð og auðvelt er að skera og smyrja án þess að þær ryfna. Skonsurnar eru mjög vinsælar hjá stelpunum mínum (6 og 9 ára) og kjósa þær að hafa skonsurnar bara með sjöri og stundum soðnu eggi en við hituðum þær upp aðeins í hvert skipti til þess að þær virtust aftur nýbakaðar.

Svo skelltum við restinni í frysti sem við náðum ekki að klára, til þess að eiga með næst þegar við höfum súpu eða annan heitan rétt.


Uppskriftin er innblástin úr bókinni Eldað í dagsins önn bls. 121 eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur.