Soðin egg eru sérlega vinsæl á mínu heimili. Við elskum þau alveg sérstaklega skorið ofaná brauð með smjöri. Ef þú hefur ekki prófað það, þá veistu ekki af hverju þú ert að missa!
Aðferð:
1. Setjið vatn í pott og kveikið undir, vatnsyfirborðið þarf að ná yfir eggin
2. Notið hnífsodd eða sérstaka eggjanál og gerið eitt örlítið gat á botn eggjanna sem þið ætlið að sjóða
3. Þegar vatnið í pottinum er farið að sjóða skuluði nota skeið til þess að leggja hvert egg varlega ofaní pottinn
4. Styllið tímann á 10 mínútur fyrir meðalsoðið egg
5. Þegar tímanum er lokið þá hellið vatninu úr pottinum
6. Látið kalt vatn renna í annað ílát eins og skál í botn vasksins
7. Setjið eggin í kalda vatnsbaðið og látið renna í nokkrar mínútur