Hér á bæ er mjög alveg jafn vinsælt að fá með sér heimagert nesti í skólann og í vinnuna. Hann kallinn minn er alveg sérstaklega mikið fyrir að fá matarmikið eða réttara sagt, próteinríkt, í nesti og reyni ég alltaf að uppfylla óskir hans. Það er alveg sérstaklega tvær samlokur sem hann elskar að fá í nesti og þessi hér er ein af þeim svo ég vil endilega deila þeirri uppskrift hér, svo einföld sem hún er samt sem áður. Hins vegar þegar ég fæ mér sjálf egg í brauði ber ég það oftast fram með bökuðum baunum og sykurlausri tómatsósu.
Egg í Brauði - Aðferð:
1. Bræðum kókosolíu á pönnu
2. Skerum hringlaga göt í miðju brauðsneiðanna
3. Leggjum brauðið á pönnuna
4. Brjótum egg í sér skál, eitt í einu
5. Leggjum hvert egg varlega í hvert gat
Nú þegar við höfum tvö egg í brauði er hægt að matreiða eins og mann lystir. Í Þetta skiptið, eins og kom fram áður, gerði ég samloku fyrir bóndann.
Bóndanesti - Aðferð:
1. Dreifið tsk af Dijon sinnepi á eina sneiðina
2. Dreifið síðan smá tómatsósu með skeið
3. Dreifið steiktum lauk
4. Setjið seinni sneiðina ofaná
5. Berið fram eða pakkið í nestisbox.
Með þetta er kallinn minn alveg sérstaklega ánægður og ég mæli þess vegna með, verði ykkur, eða ykkar mökum að góðu! :)