Að gera blæjuegg er eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður fyrr en nú.
Þetta er í raun bara að sjóða egg án skurnarinnar og verður útlitið frekar tilviljanakennt.
Aðferð:
-
Hitaðu vatn á potti og saltaðu það(sumir bæta við ediki), vatnsyfirborðið þarf að ná yfir eggið.
-
Brjóttu eggið varlega í undirskál og renndu því svo varlega út í sjóðandi vatnið. Dragðu
hvítuna að rauðunni með sleif eða skeið. Sjóðið í 3-5 mínútur.
-
Lyftið egginu uppúr vatninu með gataspaða og látið leka vel af því.
-
Vinsælt er að bera fram með brauði eða í pottréttum td.
Aðferð innblásin frá Söndru úr "Eggjauppskriftir Söndru" sem fékk hugmyndina úr bókinni: Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.