Norsk smábrauð

Frábær uppskrift af Norskum smábrauðum, mætti kalla rúnstykki en þau komu glæsilega vel út úr ofninum og gáfu vatn í munninn.

Þessar bollur geta verið frábærar með súpu, í hádegisbrunch um helgar og tilvaldar í nesti.




Uppskrift

  • 5 1/2 dl heilhveiti
  • 1 dl heitt vatn
  • 1 dl mjólk að eigin vali
  • 1 egg
  • 3/4 dl matarolía
  • 5 tsk þurrger
  • 1/2 dl hveitiklíð
  • 1/4 tsk salt
  • 2 msk sykur
  • -
  • 1 egg
  • 1 msk sesamfræ

Aðferð
  1. Hitið ofninn í 225°C blástur.
  2. Blandið saman í stóra skál heita vatninu, mjólkinni, eggi og olíu. Blandan á að vera 37°C.
  3. Takið 1 dl af hveitinu frá og geymið þar til síðar.
  4. Blandið þurrefnunum saman.
  5. Blandið þuru blöndunni saman með blautu blöndunni saman og hrærið með sleif.
  6. Bætið smá hveiti við þangað til deigið klístrast hvorki við fingur né borð.
  7. Hafið deigið í skálinni, setjið viskastykki yfir og leggjið í heitt vatnsbað, látið hefast í um það bið 15 mín.
  8. Hnoðið deigið og skiptið í 12 jafna parta.
  9. Mótið bollur og leggjið þær á bökunarplötu með bökunarpappír.
  10. Skerið í toppinn með beittum hníf.
  11. Sundurslegið egg, penslið því ofaná bollurnar og bætið fræjum ofaná.
  12. Leyfið bollunum að hefast á plötunni í um það bil 10 mín.
  13. Bakið bollurnar svo í 10-15 mín.
  14. Leyfið bollunum að kólna í um það bil 10 mín á grind.
Aðferð í myndum

Skólaverkefni, HHE101 Heilsuefling og Heimilisfræði.
Uppskrift fengin úr bókinni Eldað í dagsins önn bls. 111 eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur.