Frábær uppskrift af Norskum smábrauðum, mætti kalla rúnstykki en þau komu glæsilega vel út úr ofninum og gáfu vatn í munninn.
Þessar bollur geta verið frábærar með súpu, í hádegisbrunch um helgar og tilvaldar í nesti.
Uppskrift
- 5 1/2 dl heilhveiti
- 1 dl heitt vatn
- 1 dl mjólk að eigin vali
- 1 egg
- 3/4 dl matarolía
- 5 tsk þurrger
- 1/2 dl hveitiklíð
- 1/4 tsk salt
- 2 msk sykur
- -
- 1 egg
- 1 msk sesamfræ
Aðferð
- Hitið ofninn í 225°C blástur.
- Blandið saman í stóra skál heita vatninu, mjólkinni, eggi og olíu. Blandan á að vera 37°C.
- Takið 1 dl af hveitinu frá og geymið þar til síðar.
- Blandið þurrefnunum saman.
- Blandið þuru blöndunni saman með blautu blöndunni saman og hrærið með sleif.
- Bætið smá hveiti við þangað til deigið klístrast hvorki við fingur né borð.
- Hafið deigið í skálinni, setjið viskastykki yfir og leggjið í heitt vatnsbað, látið hefast í um það bið 15 mín.
- Hnoðið deigið og skiptið í 12 jafna parta.
- Mótið bollur og leggjið þær á bökunarplötu með bökunarpappír.
- Skerið í toppinn með beittum hníf.
- Sundurslegið egg, penslið því ofaná bollurnar og bætið fræjum ofaná.
- Leyfið bollunum að hefast á plötunni í um það bil 10 mín.
- Bakið bollurnar svo í 10-15 mín.
- Leyfið bollunum að kólna í um það bil 10 mín á grind.
Aðferð í myndum
Skólaverkefni, HHE101 Heilsuefling og Heimilisfræði.
Uppskrift fengin úr bókinni Eldað í dagsins önn bls. 111 eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur.