Spælt egg - toppar allt

                                                

Ég elska spæld egg! Þegar kemur að bröns (e. brunch) þá elska ég að matreiða ólívuolíu steikt súrdeigsbrauð með avocado og spældu eggi, svo einfalt og svo gott.

Spælt egg - Aðferð:

1. Hitum pönnuna og látum kókosolíu bráðna þar á.

2. Brjóttu egg í litla skál eða glas (þetta er góð venja til þess að engin skurn fari óvart með, og við förum ekki heldur að matreiða neitt fúlegg).

3. Hellum egginu varlega á pönnuna.

4. Sprengdu rauðuna ef þú vilt dreifa henni.

5. Snúðu egginu við þegar hvítan er ekki lengur glær (má sleppa).

6. Saltaðu aðeins með klípu af salti beggja megin.

Þegar öllu þessu er lokið er bara spurning hvernig þú vilt matreiða þetta.

Vinsælt er að fá sér kanski beikon og bakaðar baunir ásamt kanski pulsum og kartöflum, fara alla leið í English breakfast. Einnig er spælt egg frábært ofaná brauð, í samlokur og með grænmetisréttum svo dæmi séu tekin, en möguleikarnir eru endalausir.