Tómatsúpu bragðlaukaverkefni


Aðferð:

  • Takið takið húðina af og skerið niður laukinn smátt.
  • Setjið 1 msk af olíu á pönnuna og hitið á meðalhita.
  • Bætið lauknum á pönnuna og steikið þar til hann er mjúkur og gegnsær.
  • Bætið 400g af tómötunum (ég valdi niðursoðna) við ásamt 2 dl af vatni og sjóðið í 15-20 mínútur, eða þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir.

Bragð: Súrt og ögn birturt en mjög vatnskennt bragð.



  • Takið frá 0.5 dl af súpunni til hliðar fyrir seinni bragðmats samanburð.
  • Bætið 1.5-2 ml af salti.

Bragð: Aðeins jafnara bragð ásamt því að finna meira tómatsbragð.

  • Bætið 2-2.5 ml af eplaediki.

Bragð: Súrt aftur en aðeins meira súpubragð.

  • Bætið við sætunni, ögn hungangi eða sykri (ég valdi hunang).

Bragð: Sætt bragð ásamt súru á sama tíma.


  • Bætið u.m.b. 0.5 tsk af tómat paste.

Bragð: Gott tómatbragð komið en enn soldið ójafnt sætt og súrt á sama tíma.

  • Bætið ögn af sinnepi (ég notaði 0.5 tsk dijon).

Bragð: Bragðið jafnað og orðið gott að borða.

  • Bætið við u.m.k. 1 tsk af rjóma (ég notaði hafrarjóma)

Bragð: Súpan bragðast núna mjög vel og rjóminn gerir hana þykkri og girnilegri og bragðið virðist segja manni að þetta er matarmikil súpa núna.

  • Nú skal borið saman súpuna sem var tekin frá í byrjun við lokaniðurstöðuna og lýsa muninum.

Bragð: Bragðið af þessu frá byrjun er mjög súrt og óspennandi miðað við þegar súpan er tilbúin. Tilbúna súpan er bragðgóð og fyllir óskir bragðlaukana með að vera ekki of sæt, né súr. Hún er í lokin girnileg, alveg eins og fengin á veitingastað.