Ostaslaufur eru tilvalið í nesti eða á hlaðborðið í veisluna.
Það sem er svo skemmtilegt við þær er að það er einnig hægt að breyta til með allskonar smurosti og áleggi og fræjum ofaná svo möguleikarnir eru endalausir. Ég nota oftast léttsmurostinn með skinku og beikoni ásamt skinkusneið fyrir stelpurnar mínar og þær elska þetta í nesti.
Hráfefni:
Uppskrift:
9 dl hveiti (ég blanda 50/50 heilhveiti og hvítu hveiti)
1 tsk sykur / hunang eða önnur sæta fyrir þurrgerið
4 msk olía
3 tsk þurrger
3 3/4 dl volgt vatn
1 pakki af smurosti eftir smekk (ég nota léttsmurost með skinku og beikoni)
1 skinkusneið eða annað álegg (má sleppa)
1 egg (til að pensla yfir)
Birki- eða sesamfræ (til að strá yfir)
Aðferð
- Hitið ofninn í 180 °C blástur.
- Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið saman með sleif.
- Hitið vatnið upp að um það bil líkamshita/37°C.
- Bætið vatninu útí þurrefnin ásamt olíunni.
- Hrærið deigið saman fyrst með sleif og síðan með hreinum höndum.
- Hnoðið deigið á hveitistráðu borði.
- Látið deigið lyfta sér á hlýjum stað í 10-15 mínútur
- Hnoðið deigið vel aftur og skiptið í tvo jafna hluta.
- Fletjið hvorn hluta út í eins og mjóa pizzu.
- Dreifið helmingnum af smurostinum á hvorn hluta við miðju.
- Rífið niður skinku ef þið viljið og dreifið yfir smurostinn.
- Brjótið deigið saman yfir smurða svæðið.
- Skerið niður í svona 3 cm breiða hluta.
- Takið einn hluta í einu og snúið uppá miðjuna til þess að gera slaufu.
- Leggjið slaufurnar á tilbúna plötu með bökunarpappír.
- Sláið egg og penslið yfir slaufurnar.
- Dreifið fræjum yfir.
- Látið slaufurnar lyfta sér í 10 mínútur áður en þær fara í ofninn.
- Bakið slaufurnar í 12-16 mínútur í 180°C heitum ofni.
Uppskrift úr Uppskriftir fyrir unglingastig. Námsgagnastofnun. 2009.