Matur er einn stæðsti partur lífs okkar. Við getum ekki án næringu verið og eitt af því sem nærir sálina hvað mest er samvera í jákvæðu formi með þeim sem okkur þykir vænt um.
Samvera þarf ekki endilega að fara saman í Rush, bíó, sitja fyrir framan sjónvarpið eða borða saman kvöldmat. Það sem krökkum finnst eitt af því skemmtilegasta að gera með foreldrum og fullorðnum er að fá að taka þátt í eldhúsinu.
Mínar stelpur eru mjög duglegar að óska eftir því að hjálpa mér í eldhúsinu og það sérstaklega þegar ég er að baka. Sú eldri (9.ára) hefur orðið alveg svei mér sár þegar hún sá of seint að ég væri að baka en ég lét það ekki gerast aftur. Eftir það býð ég henni alltaf að koma hjálpa mér ef ég get, annars læt ég hana vita að ég er að fara að baka.
En áður datt mér ekki í hug að þeim fyndist þetta svona mikilvægt að fá að vera með í. Heldur frekar hefði ég haldið að ég þyrfti að lokka þær til þess að koma við tækifæri inn í eldhús að hjálpa við auðveld verk til að gefa þeim tilfinningu fyrir matargerð þegar tíminn segði til.
Það er alveg frábært hvað matargerð með börnunum getur verið öllum mikil skemmtun. Þetta geta orðið svo dýrmætar stundir sem aldrei gleymast. Eins og á myndinni sjást systurnar sleikja súkkulaðikrem, þegar við bökuðum "bara afþvíbara" köku. Það var þá engin sérstök ástæða eða tilefni til þess að baka köku, það var bara kominn tími og tækifæri gripið til að dekstra við okkur fjölskylduna þegar undir yfir var bylgja af Covid-19, svo lítið var um afmælisveislur. Þessa köku tala þær enn um í dag og bíða spenntar eftir því að við bökum næst köku fyrir næsta afmæli.
Börn hafa svo gaman af því að taka þátt, þau bæði læra af því og fá að sjá ferlið af matargerðinni eins og þegar bakað eða eldað er frá grunni. Ferlið íeldhúsinu sem maturinn fer í gegnum er svo líka mjög fræðandi og upplýsandi fyrir krakka að kynnast.
Heimilisfræði er eitt af eim fögum í grunnskólum sem hefur hvað mest lent í því að vera litið á of niðrandi augum. Grein sem þessi, um matargerð og næringu, ásamt hreinlæti í eldhúsi, er eitt af því sem gagnastokkur ómetanlega mikið þegar við vöxum úr grasi og förum að hugsa um okkur sjálf. Þetta fag á skilið mun meira vægi og ætti ekki að vera álitið sem val, heldur ætti heimilisfræðin að vera partur af því sem nauðsynlegt er að læra fyrir lok grunnskóla.