Á heimilum með börnum er óumvafist best að bjóða upp á hollan mat sem bragðast vel og lítur aðlagandi vel út. Krakkar eru alveg sérstaklega hrifnir af öllu sem viðkemur brauði. Þegar kemur að fiski, þá vilja margir krakkar segja "nei takk". En foreldrar eru ábyggilega sammála mér því að það er einhverjum snillingi að þakka sem fann upp að setja rasp utanum fisk, þvílík snilld! Fiskur í raspi, kjúklingur í raspi, snitsel, naggar, allt með raspi og þetta elska krakkar, matartímanum er bjargað!
En svo kom það. Svo vill til að það er ekki allur raspur góður... eða því fékk ég að komast að um daginn þegar ég ætlaði að fara hafa fisk í raspi í matinn um daginn. Dóttirin vildi þá meina að hún allt í einu borðar ekki fisk í raspi, samt var það seinast í matinn tæpum tveimur vikum áður.
Það var ekki annað í stöðunni en skoða hvað hægt væri að bera fram fyrir stelpuskottið sem henni fyndist gott en væri samt sem áður fiskur, í því tilefni. Sú niðurstaða sem varð fyrir valinu er svo einföld að ég vildi deila henni með ykkur hér.
Fyrst vil ég nefna að á okkar heimili er oft keypt brauð en fræbrauðið úr bónus hefur verið mikið í uppáhaldi krakkanna í nesti. Brauðendum og rest safnaði ég smátt og smátt saman í poka sem ég geymdi í frysti. Þegar pokinn var fullur þá var komið að því að gera rasp.
Þegar þú hefur gert brauðraspinn verðuru að prófa geggjuðu kjötbollu uppskriftina mína !
Hvað þarf:
- Brauðendar og -afgangar
- Blandari eða Matvinnsluvél
- Bakaraofn og ofnplata
- Kveikið á ofninum og styllið á 100°C og blástur,
- Dreifið brauðendunum á ofnplötu og setjið í ofninn svo það rystist,
- Takið plötuna út úr ofninum þegar allt er rystað og ekkert mjúkt lengur,
- Látið bíða til þess að kólna,
- Þetta má geyma í boxi í nokkrar vikur þangað til lengra er haldið.
- Takið fram blandara eða matvinnsluvél,
- Brytjið sneiðarnar ofaní blandarann/matvinnsluvélina (aðeins nokkrar sneiðar í einu ef þið notið blandara),
- Setjið græjuna í gang og stöðvið þegar þetta er orðið að mynslu,
- Setjið í box/krukku.
Geymsluþolið ætti að vera nokkrir mánuðir.