Ég hef síðustu daga verið að undirbúa mig fyrir kjötbollugerð en átt í óvenjulega miklum erfiðleikum með að finna hina réttu uppskrift. Ég googlaði, skoðaði matarblogg og fletti uppskriftarbókum en svo rann það upp fyrir mér... ég þarf ekki hina einu réttu uppskrift... ég verð bara að redda henni sjálf!
Hinar ótalmörgu uppskriftir sem ég hafði lesið yfir höfðu allar gefið mér innblástur og nokkuð góða hugmynd af undirstöðunni í kjötbollur. Ekkert var eftir en að hefjast handa. Ég tók saman allt sem ég vildi nota, valdi þau krydd sem fóru vel saman og hugmynd af minni uppskrift mótaðist bara meðan ég var í eldhúsinu.
En ég væri auðvitað ekki að segja ykkur frá þessu ef þetta hefði ekki komið vel út og auðvitað bragðast vel. Kallinn kom heim alveg himinlifandi ánægður af lyktinni sem hann fann víst alveg framm á stigagang (úps), og stelpurnar voru sko spenntar þegar þær sáu útlitið á bollunum. Ég bar þær fram með blönduðu hvítu og spelt spaghettíi og salati.
Þessa uppskrift um ég svo sannarlega endurtaka og allri fjölskyldunni hlakkar til.
Uppskrift:
- 600 gr lambahakk
- 2 egg
- 3 hvítlauksgeirar
- 1 og ½ laukur
- 1 og ½ dl brauðraspur eða heilhveiti
- 1 og ½ msk fersk steinselja
- 1 tsk malað kóríander
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk sjávarsalt
- svartur pipar
- bragðlaus kókosolía til steikingar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 150°C og blástur,
- Losið hakkið úr umbúðum sínum og setjið í stóra skál,
- Brjótið eggin í litla skál og bætið þeim síðan við stóru skálina,
- Saxið hvítlaukinn eða notið hvítlaukspressu og bætið í skálina,
- Skerið laukinn niður smátt og setjið í skálina,
- Bætið við brauðraspinum eða heilhveitinu, steinseljunni, kóríanderinu, paprikuduftinu og saltinu ofaní skálina,
- Blandið vel saman með höndunum,
- Mótið litlar bollur, gott er að miða við 1,5 cm stórar bollur og setjið í aðra skál eða disk/bakka,
- Hitið steikarpönnu með kókosolíu þannig að hún þekji botn pönnunnar alveg,
- Ef þið viljið spaghettí með bollunum þá er gott að setja það af stað í þessu skrefi.
- Leggjið nokkrar bollur í einu á pönnuna til steikingar og brúnið þær allan hringinn, bætið við smá salti og pipar
- Setjið brúnaðar bollurnar í ofnfast fat og inní ofn í 10-15 mínútur,
- Skerið niður salat eða hafið til það meðlæti sem þið kjósið,
- Takið bollurnar út úr ofninum og berið fram.
Mikið vona ég að þessi uppskrift verði ykkur að góðu eða jafnvel gefi ykkur innblástur fyrir næstu heimagerðu kjötbollur, hvort sem verður, njótið vel og góða helgi!