BBQ Kjúklingaloka

Það er alveg nauðsynlegt að reyna koma í veg fyrir það að matur endi í ruslinu.

Til þess að nýta mat sem best er mjög sniðugt að bjarga afgöngum af elduðum mat og koma þeim til dæmis í nestisboxin eins og í samlokur.


Hér á bæ er fjölskyldan alveg sérstaklega hrifin af því að borða saman heilan kjúkling. Því fylgir meðal annars óskabein sem allir skiptast á að fá að toga í sundur sína á milli og fær þá alltaf einhver að óska sér.

En við erum fjögur í fjölskyldunni og það er alltaf einhver afgangur af þessum heila kjúkling, en það fer sko alls ekkert í ruslið.

Ég vil deila með ykkur snjöllu ráði til þess að nýta kjúklinginn alveg til hins ýtrasta svo enginn matur endar í ruslinu.

Hér kemur uppskrift af því hvernig hægt er að nýta afganginn af kjúklingakjötinu en það er alveg sárlega einfalt. Athugið að hún er ekki nákvæm því það er misjafnt hvað er í afgangs og má alveg blanda eftir smekk.

Því næst kemur svo uppskrift af kjúklingasoði sem er síðasta skrefið í því að nýta afgangana af heila kjúklingnum eftir af kjötið hefur verið tekið frá.

Uppskrift

    Afgangs kjúklingakjöt

    BBQ sósa eftir smekk

    Afgangs salat eða niðurskorið grænmeti (gúrka, paprika og blaðsalalt)

Aðferð (hugsuð fyrir afgangs heilan kjúkling).

  1. Takið allt kjúklingakjötið af beinunum. Setjið kjötið sem þið náið af beinunum í sér skál. Best er að nota hreinar hendur og vaða í. Þetta er skemmtilegt og tilfalið að leyfa krökkunum að hjálpa til.
  2. Skiljið eftir öll bein, allt brjósk og húð. Setjið það allt í pott og geymið til þess að gera kjúklingabeinaseiði.

  3. Rýfið kjúklingakjötið í ræmur með gaffli.

  4. Dreyfið BBQ sósu yfir kjötið og hrærið.

  5. Opnið langloku eða takið fram tvær brauðsneiðar.
  6. Dreifið BBQ kjúklingnum á brauðið.

  7. Skellið einnig smá grænmeti, ef þið hafið smá afgangs salat er hér tilvalið tækifæri að skella því á samlokuna líka.
  8. Lokið samlokunni vel eins og með BeesWrap eða Álpappír.

  9. Skellið í ísskápinn ef hún skal bíða yfir nóttina og takið svo með í vinnuna/skólann og njótið.