Beinaseiði er alveg frábært að búa til sjálfur.
Það er fullt af næringarefnum eins og gelatíni og kollageni en það hefur undanfarið orðið meira umtalað næringarefni vegna þess hversu hollt það er fyrir okkur eins og hár, húð, neglur og bein og sumir vilja kalla kollagen fegurðar- eða yngjandi efnið.
Ein besta leiðin til þess að gefa líkamanum kollagen er að neyta þess í gegum meltinguna. Við framleiðum kollagen með hjálp C vítamíns en með aldrinum minnkar framleiðslan náttúrulega.
Kjötsúpa er þekktur íslenskur matur en hann er einn helsti réttur okkar íslendinga sem gæti verið þess að þakka hversu fallegar íslenskar konur hafa alltaf verið.
Kollagen og gelatín dregst úr beinum við suðu út í vökvann og það er einmitt það sem við sjáum gefa soðinu hlaup áferð.
Á heimasíðu Heilsuhússins er að finna fleira um beinaseiði.
Beinaseiði, Uppskrift:
Afgangar og bein af heilum kjúkling /eða lambalæri
1 L vatn
Aðferð
- Takið allt kjöt af beinunum. Setjið kjötið í sér ílát og nýtið frekar, í td. BBQ Kjúklingaloka
- Takið öll bein, brjósk og húð og setjið í pott.
- Bætið við 1 L af vatni.
- Látið sjóða í 1 klst og látið svo kólna svolítið áður en þið haldið áfram.
- Setjið ílát (td. box) sem á passar lok í botn vasks með sigti ofaná.
- Hellið öllum vökva úr pottinum í gegnum sigtið svo það lendi ofan í ílátinu.
- Lokið ílátinu og setjið inn í ísskáp. Eftir kælingu verður áferðin eins og sést á mynd en verður aftur fljótandi þegar hún hitnar aftur.
Fyrir ennþá flottari kraft til frekari matargerðar er einnig hægt að bæta við í pottinn afganga af grænmeti eins og gulrótum, rófum, sellerí, lauk o.s.fr.v.
Beinasoði eins og þessu er hægt að bæta við súpur, pottrétti, hakkrétti og aðra matreiðslu. Beinaseiði eins og þetta geymist í allt að viku þökk sé saltinu sem var núþegar búið að setja á kjúklinginn. Ef þið kryddið kjúklinginn með öðru en kjúklingakryddi verður soðið bara skemmtilegra á bragðið fyrir vikið.
Einnig hefur Bulletproof kaffi með matskeið af beinasoði notið aukinna vinsælda einmitt vegna næringarefnanna.
BulletProof Kaffi
Bulletproof kaffi er mjög gott að njóta á fastandi maga u.þ.b. klukkutíma fyrir fyrstu máltíð eða meira. Koffín viljum við síður að skoli út þeim næringarefnum sem við neytum í holla morgunverðinum svo það er gott að neyta þess ekki á sama tíma, heldur gefa sér klukkutíma svigrúm á milli kaffisins og matar. Einnig eru auknir kostir við það að drekka kaffi eins og þetta á fastandi maga en það hjálpar líkamanum að klára að melta mat gærdagsins og halda áfram að brenna líkamsfitu.
Kostir við Bulletproof kaffi með beinaseiði:
- Næringarríkt með kollagen og gelatín sem eru frábær næringarefni fyrir líkamann, m.a. húð, hár, neglur, bein, liðbönd, taugar...
- Heldur líkamanum fastandi og styður þannig við meltinguna og fitubrennsluna m.a.
- Orkugjafi.
- Mettandi: frestar svengd á morgnana.
- Náttúrulega ljúffengt!
Uppskrift fyrir Bulletproof kaffi (Ketó kaffi):
200 ml uppáhellt kaffi
1 msk beinaseiði
1 msk MCT olía eða kókosolía
50-100 ml mjólk/haframjólk eða rjómi/hafrarjómi eftir smekk, má sleppa.
Aðferð:
- Blandið öllu saman í blandara eða með mjólkurþeytara.
- Hellið í bolla og njótið.